Veitingar
Riverside Veitingstaður
Veitingastaður hótelsins, Riverside Restaurant býður upp á ljúffengar máltíðir, eldaðar af natni úr fersku hráefni. Matseðillinn er fjölbreyttur og til viðbótar við hann er á hverju kvöldi boðið upp á veglegt kvöldverðarhlaðborð með íslenskum og erlendum réttum. Einnig er boðið upp á vegan fæði og glútenlausa rétti svo allir ættu að geta fundið gómsætan málsverð við sitt hæfi. Veitingastaðurinn er rúmgóður og bjartur með frábært útsýni yfir Ölfusá og Ingólfsfjall. Starfsfólk hans leggur allt kapp á að skapa þægilegt andrúmsloft með fagmannlegri þjónustu við gestina og sjá til þess að málsverðurinn verði í alla staði ánægjuleg upplifun. Þægilegt andrúmsloft er ríkjandi og þjónustan fagmannleg. Á barnum er hægt að gæða sér á drykkjum við arineld og njóta stundarinnar. Morgunverðarhlaðborð fyrir gesti Hótel Selfoss er inn á Riverside Restaurant og er innifalinn í herberginu. Veitingastaðurinn er opinn frá 17.30 – 21.00. Morgunverður frá 7.00 – 10.00 Barinn er opin frá 17:00 – 21:00
Sjá nánar
Heilsulind
Riverside Spa heilsulind að evrópskri fyrirmynd
Riverside Snyrting & Spa á Hótel Selfossi er heilsulind að evrópskri fyrirmynd þar sem ljúft er að slaka á, og endurnærast á líkama og sál. Riverside Snyrting & Spa er í hlýlegu og notalegu umhverfi þar sem vísað er til íslenskrar náttúru í allri hönnun. Eldur, Ís, vatn, gufa og norðurljós er fléttað inn í hönnun baðstofunnar með einstaklega smekklegum hætti. Við bjóðum upp á þrjár tegundir af slökunarsturtum, fallvatns, regnskóga sturturnar okkar eru vinsælastar en svo er einnig hressandi að kæla sig niður í gusu úr köldu fötunni. Í Riverside Spa er notalegt slökunarherbergiþar sem hægt er að leggjast í þægilega stóla og jafnvel gleyma sér um stund við snarkandi arineld og róandi tónlist. Snyrti- og nuddstofan er opin alla virka daga.
Sjá nánar
margt skemmtilegt í kringum selfoss
Samkomur
Ráðstefnur og viðburðir
Hótelið hefur 139 herbergi fyrir gesti og sex vel útbúna fundasali sem taka alls um 650 manns í sæti. Aðalsalur hótelsins tekur 140 manns í sæti en það er einnig hægt að skipta honum upp í þrjú minni rými, eitt 70 manna og tvö 40 manna. Í aðalsal er hægt að setja upp dansgólf og þar er einnig svið sem rúmar hljómsveit eða uppákomur. Á hótel Selfossi er um að ræða sali sem taka við margskonar veislum, fundum eða umfangsmikla ráðstefnu.
Sjá nánar
Loading...