Jólahlaðborð Hótel Selfoss

Jólahlaðborð Hótel Selfoss

Hátíðleg stund á Selfossi

Jólahlaðborðin okkar verða á laugardagskvöldin 5. og 12. desember. Jólaandinn mun svífa yfir og borðin munu svigna undan ljúffengum og ríkulegum hátíðarkræsingum.

Þú finnur allar helstu upplýsingar um jólahlaðborðin okkar hér á þessari síðu.

Frábær skemmtun

Unnur Birna og Sigurgeir Skafti munu leika ljúfa tóna fyrir gesti yfir borðhaldi.

Verð

Hlaðborðið kostar einungis 10.500 kr. fyrir hvern gest.
Verð með gistingu, morgunverði fyrir tvo er 37.000 kr.
Fyrir hópa sem telja 10 eða fleiri er verðið aðeins 9.500 kr.

Dagsetningar

Laugardagskvöldið 5. desember
Laugardagskvöldið 12. desember

Húsið opnar kl: 19:00
Hótelbarinn er mað happy hour á milli 16:00 og 19:00

Fjölskylduhlaðborð 13. desember kl: 16:00.

Bókanir

Við tökum við bókunum í síma: 480 2500 og á netfangið info@hotelselfoss.is.

Matseðill

Forréttir

Rússneskt síldarsalat – marineruð síld – karrýsíld – Reyktur lax – Grafinn lax – Reyklaxafrauð
Hrefnu Tataki- Sjávarréttarsalat – Nauta carpaccio – Grafin Gæs – Villibráðarpaté
Hreindýra hamborgari – Kjúlingalifraparfit – Rauðrófu carpaccio (vegan)

Kaldir aðalréttir

Hamborgarhryggur – Hangikjöt – Fyllt Kalkúnabringa

Heitir aðalréttir

Hægeldað lambalæri – Nautalund – Purusteik – Vegansteik

Eftirréttir

Ris a´la mande með hvítu súkkulaði og kirsuberjasósu
Jólaís – smákökur – Súkkulaðikaka – Dönsk epplakaka
Marenge með rjóma og berjum – Ostakaka – Vegan crém brullé