Riverside Spa á Hótel Selfossi er einstök heilsulind að evrópskri fyrirmynd þar sem ljúft er að slaka á, og endurnærast á líkama og sál. Riverside Spa er í hlýlegu og notalegu umhverfi þar sem vísað er til íslenskrar náttúru í allri hönnun. Eldur, Ís, vatn, gufa og norðurljós er fléttað inn í hönnun baðstofunar með einstaklega smekklegum hætti.

Í Riveside Spa er bæði boðið upp á hefðbundið íslenskt gufubað og sauna. Stór og fallegur heitur pottur þar sem líkt er eftir stjörnubjartri nótt þar sem norðurljósin dansa er einkar notaleg upplifun. Við bjóðum upp á þrjár tegundir af slökunarsturtum, fallvatns, regnskóga sturturnar okkar eru vinsælastar en svo er einnig hressandi að kæla sig niður í gusu úr köldu fötunni. Í Riverside Spa er notalegt slökunarherbergi þar sem hægt er að leggjast í þægilega stóla og jafnvel gleyma sér um stund við snarkandi arineld og róandi tónlist.

Aðgangur að Riverside Spa Aðgangur að Riverside Spa fyrir hótelgesti og þá viðskiptavini sem kaupa meðferðir er: 1.500 kr. Almennt verð er: 4.000 kr.
Opnunartími er frá 10:00 - 19:00, mánudaga til föstudaga, 11:00-19:00 á laugardögum. Lokað er á sunnudögum.
Nánari upplýsingar og tímapantanir á snyrtistofu og heilsulind má finna í síma 480 2511 eða með tölvupósti á spa@hotelselfoss.is.

Plokkun/vax á brúnir:                                     

2.100 kr.

Litun og plokkun/vax á augu og brúnir:

4.900 kr.

Litun og plokkun/vax á brúnir:                

4.400 kr.

Litun á augnhár:                                               

2.400 kr.

 

 

Aveda andlitsmeðferð 30 mín:
7.200 kr.

Aveda andlitsmeðferð 60 mín:
9.900 kr.

Aveda andlitsmeðferð 90 mín:
15.900 kr.

Húðhreinsun:
8.500 kr.

Handsnyrting m/lökkun

8.400 kr.

Lúxus handsnyrting m/lökkun
9.900 kr.

Þjölun og lökkun

3.400 kr.

 

Fótsnyrting m/lökkun

8.400 kr.

Lúxus fótsnyrting m/lökkun:
9.900 kr.

Þjölun og lökkun:

3.400 kr.

Fótaskrúbbur og fótanudd:

3.900 kr.

Kvöldförðun

7.900 kr.

Brúðarförðun

8.900 kr.

Fermingarförðun

4.900 kr.

Höfuð-, háls og herðanudd - 10 mínútur

Tilvalið fyrir minni og stærri hópa
3.900 kr.

Höfuð, háls og herðanudd ásamt andlitsmaska 

4.500 kr.

Partanudd - 25 mínútna slökunarnudd 

Aðgangur að baðstofu er innifalinn
8.000 kr.

Heilnudd - 50 mínútna slökunarnudd

11.000 kr.

Dekurnudd ásamt Epsom líkamsskrúbb - 50 mínútur

Aðgangur að baðstofu innifalinn

14.000 kr.

Tælenskt nudd 

Aðgangur að baðstofu innifalinn

11.000 kr.

Líkamsskrúbbur

4.900 kr.

 

 

* Vax að hné
* Vax að hné og læri
* Vax í nára
* Vax undir höndum
* Brazilískt vax
* Vax á baki eða bringu
* Vax á efri vör
* Vax í andliti

Aveda andlitsmeðferð 60. mín og litun og plokkun:
Vinsælar meðferðir sem hentugt er að taka saman í pakka. Slakandi og endurnærandi andlitsmeðferð. Andlitið er yfirborðshreinsað og djúphreinsað. Augabrúnir og augnhár lituð og plokkuð. Andlit og herðar nuddaðar. Maski og krem borið á eftir húðgerð.

13.300,-

Dekurdagur í RiversideSpa– hálfur:
Dagurinn byrjar í baðstofunni okkar þar sem hægt er að slaka á við kertljós í heitir laug, láta þreytuna líða úr sér í gufuklefunum sem eru tveir, annar blautgufa og hinn þessi hefðbundna þurrgufa. Við tekur dekurnudd 50. mín. Eftir endurnærandi stund bjóðum við upp á létta máltíð í friðsælu og notalegu umhverfi. Því næst er það lúxus fótsnyrting með lökkun.
21.890,- Aðgangur að baðstofu innifalinn í verði.

Dekurdagur í RiversideSpa– heill:
Dagurinn byrjar í baðstofunni okkar þar sem hægt er að slaka við kertaljós í heitri laug, láta þreytuna líða úr sér í gufuklefunum sem eru tveir, annar blautgufa og hinn þessi hefðbundna þurrgufa. Við tekur líkamsmeðferð fyrst er húðin skrúbbuð og svo tekur við 50. mín dekurnudd. Eftir endurnærandi stund bjóðum við upp á létta máltíð í friðsælu og notalegu umhverfi. Því næst er það andlitsnudd og maski, litun og plokkun, lúxus hand- og fótsnyrting með lökkun.
43.500,- Aðgangur að baðstofu innifalinn í verði.