Skeldýrasúpan okkar er gerð úr soði sem að gert er úr humarskeljum og klóm. Við notum færeyska dverg hörpuskel í súpuna, grænlenska ósoðna rækju og íslenskan humar. Þetta sam norræna samstarf mismunandi skeldýra gerir súpuna einstaklega vel útilátna og bragðgóða. Eplin og möndlurnar gefa okkur ferskt bragð og nauðsynlegt bit í súpuna.